Sunday, August 26, 2012

Thessaloniki/Igoumenitsa/Bari/Torino

Stutt og laggott blogg fra Italiu: Vid stoppudum ekki lengi i Sofiu eftir ad hafa tekid naeturlest fra Belgrad. Vorum komin a lestarstodina kl. 9.30 og logd af stad med rutu til Grikklands kl. 10.00. Sem sagt, halftima stopp i Bulgariu. I rutunni kynntumst vid hins vegar Englending ad nafni Mike sem var einn a ferdalagi. Sa hafdi tekid thatt i opnunarhatid Olympiuleikanna i London og hafdi miklar maetur a islenska handboltalidinu. Vid endudum a thvi ad eyda toluverdum tima med honum i Thessaloniki, hann hjalpadi okkur ad finna hotel (vid vorum afar oundirbuin en hann var buinn ad prenta ut kort af borginni og merkja inn thad helsta) og sidan hittum vid hann aftur fyrir tilviljun thegar vid vorum ad borda kvoldmat. Vid budum honum ad sjalfsogdu ad setjast og eyddum sidan kvoldinu a spjallinu vid hann yfir drykk. Thvi midur virdist myndavelin ekki hafa verid med i for thetta kvold...

Morguninn eftir forum vid med rutu til Igoumenitsa (sem kostadi okkur skyldinginn!) thadan sem vid tokum ferju yfir til Bari a Italiu. Audvitad voru engin svefnplass laus svo vid komum okkur fyrir i matsalnum og "svafum" i einskonar bas. Vid vorum sidan vakin kl. 7 svo their sem hofdu pantad ser rum gatu komid, vel sofin, og fengid ser morgunmat. Okkur leid pinu eins og folkinu a thridja farrymi i Titanic sem thurfti ad vikja fyrir rika folkinu a fyrsta farrymi! Aftur tha virtist myndavelin vera i sumarfrii... ups..

A thessum timapunkti hofdum vid fengid tha snilldar hugmynd ad reyna ad na fotboltaleik a Italiu! Audvitad voldum vid leikinn nyrst i landinu en vid komum i land nanast a sydsta punkti. Tha var ekkert annad ad gera en ad stokkva i lest. Ferdalagid tok alls niu tima, vid skiptum um lest i Rimini, sidan aftur i Bologna adur en vid komumst til Torino tar sem leikurinn for fram kvoldid eftir.

Ferdalagid fra Thessaloniki til Torino tok 38 klukkustundir, i rutu, ferju og sidan lest. Vid vorum thvi ansi threytt thegar vid komum a hotelid...

A Italiu talar enginn ensku! Thessar skyru leidbeiningar bidu okkur til daemis a hotelinu. (Getid tid fundid tiu villur?)

 
Asi sattur fyrir utan vollinn i Torino.

Vollurinn hja Juventus er "adeins" staerri en Laugardalsvollurinn. Tekur rumlega 40 thusund manns i saeti. Thetta var fyrsti leikur timabilsins, stemningin var thvilik og vid hefdum ekki viljad missa af thessari upplifun.

Vid forum ut ad borda kl. 00 eftir leik. (Thad var audveldara ad finna opid veitingahus a thessum tima heldur en kl. 17, fyrir leik!) Eg pantadi mer raudvinsglas med matnum en fekk thess i stad halfan liter af vini og mjolkurglas a thrjar evrur!
I dag aetlum vid til Milano og thadan forum vid eitthvert nordur, vitum ekki alveg hvert ;) Vid eigum flug heim til Islands naesta fimmtudag fra Koln i Thyskalandi, svo vid sjaumst bara naestu helgi!

Tuesday, August 21, 2012

Srebrenica/Belgrad

Sidasta daginn okkar i Bosniu akvadum vid ad fara dagsferd til Srebrenica. Litill, latlaus baer i austur Bosniu, nalaegt landamaerum Serbiu, sem fangadi athygli heimsbyggdarinnar i juli 1995 thegar thar voru framin verstu thjodernishreinsanir Evropu fra sidari heimsstyrjoldinni. Serbar hofdu umkringt baeinn, en flestir ibuarnir voru muslimar, og thangad hofdu margir ur nagrannabaeum leitad skjols thvi baerinn var ad nafninu til undir verndarvaeng Sameinudu thjodanna. Althjodasamfelagid brast theim hins vegar algjorlega!
Baerinn sjalfur virkar ekkert merkilegri en adrir, minnir meira ad segja pinu a Grundarfjord (fyrir utan byssukuluforin i husunum) thar sem allir thekkja alla og enginn asi er a neinum. Rett fyrir utan baeinn, i Potocari, er hins vegar ad finna vettvang harmleiksins og minningargrafreit um tha atta thusund manns sem letust.

Nofn theirra er letust i Srebrenica i juli 1995 og i baksyn ma sja legsteina nokkurra fornarlamba sem tharna eru jardsett. Enn a eftir ad bera kennsl a um 2000 manns sem grafnir hafa verid upp ur fjoldagrofum a svaedinu.
Her er Asi inni i batteri-verksmidjunni i Potocari thadan sem hollensku fridargaeslulidarnir raku bosnisku flottamennina ut i opinn daudann.
Tvibylishus i Srebrenica. Enn er buid i odrum hluta hussins, en hinn hlutinn er i sama astandi og thad var eftir stridid fyrir 17 arum.
Saga Bosniu er vaegast sagt sorgleg og eftir ad hafa varid nokkrum dogum i landinu forum vid med ansi blendnar tilfinningar inn i naesta land - Serbiu.
Vid tokum lest til Belgrad fra Sarajevo. Vid Islendingar vaerum svona tvo klukkutima ad keyra thessa leid, enda er fjarlaegd hofudborganna tveggja um 200 kilometrar i loftlinu. Hins vegar er lestarkerfid i Bosniu thannig ad vid urdum ad fara aftur upp til Kroatiu og thadan inn i Serbiu, og tok su fer atta klukkustundir! Thad var ad sjalfsogdu engin loftraesting i lestinni svo vid vorum ad kafna ur hita allan timann, med opinn glugga og mikil laeti i klefanum.

Asi fann thennan ,,KR-bekk'' i Belgrad. Honum fannst pinu erfitt ad missa af bikarurslitunum en fagnadi vel tegar hann fekk sms-id fra pabba sinum i leikslok.
Forum i gamlan dyragard i Belgrad. Hann var sprengdur i seinni heimsstyrjoldinni med theim afleidingum ad morg haettuleg dyr rafudu um gotur Belgrad nokkra daga a eftir.
Asi hitti gamlan fraenda i dyragardinum.
Thad var gaman ad labba um gamla virkid i Belgrad og virda fyrir ser utsynid yfir borgina. Pinu heitt i vedri samt og naudsynlegt ad hafa eitthvad a hofdinu, sem utskyrir klutinn...
Thad er mjooooog odyrt ad lifa i Serbiu. Thess vegna splaestum vid i thriggja retta maltid i gaerkvoldi, tvo bjora og tvo raudvinsglos - a 4000 kronur fyrir okkur baedi! Lagmarkslaunin i landinu eru 45.000 a manudi, sem utskyrir laga verdid.
I kvold forum vid svo til Sofiu i Bulgariu. Thadan er planid ad fara til Grikklands og thadan med ferju til Italiu.

Friday, August 17, 2012

Hvar/Mostar/Sarajevo

Seinasta daginn i Kroatiu forum vid i dagsferd a eyjuna Hvar sem liggur rett fyrir utan Split. Eyjan er otrulega falleg en vid eyddum deginum i ad labba um og njota vedurblidunnar.

Vid Arna Run i solbadi.
Yndisleg mynd af yndislegu folki.
Eg bara vard adeins ad hvila mig tharna a bryggjunni. Bara vard!
Daginn eftir tokum vid rutu til Mostar, Bosniu. Vid Asi vorum buin ad akveda ad vera eina nott i Mostar en Arna Run og Atli heldu ferdinni afram til Sarajevo, en thau fljuga heim taeplega viku a undan okkur. Hitinn sem tok a moti okkur i Mostar er sa mesti sem vid hofum kynnst, voru rumar 30 gradur, en heimafolk kyppti ser ekkert upp vid thetta enda hafi hitinn farid upp i 50 gradur vikuna adur. Vid Asi hofdum pantad okkur hostel i Mostar og byrjudum a thvi ad finna thad. Okkur grunadi hins vegar ekki ad eina donalega konan i Bosniu taeki a moti okkur. Fyrst aetladi hun ekki ad leyfa Ornu Run og Atla ad geyma dotid sitt i herberginu okkar medan thau bidu eftir lestinni, en vid nadum nu ad tala hana til. Naest kalladi hun i fraenku sina sem atti ad syna okkur hvar herbergid okkar vaeri, thad var sem sagt ekki i somu byggingu. Fraenkan labbadi med okkur heim til sin - bokstaflega! En vid attum sem sagt ad gista i herberginu hennar, heima hja fjolskyldu hennar. Loftraestingin sem auglyst var a netinu var audvitad ekki a stadnum en i stadinn fengum vid fermingarmyndir af henni asamt odrum personulegum munum. Thetta kom okkur gjorsamlega i opna skjoldu thvi svona hafi "hostelid" ekki verid auglyst a netinu. Vid forum thvi aftur til donalegu konunnar og utskyrdum thad fyrir henni en hun svaradi bara med hortugheitum og skaetingi. Vid akvadum thvi bara ad leita okkur ad annarri gistingu og fundum hana med thvi sama! Madurinn sem tok a moti okkur var algjor snillingur og stjanadi vid okkur haegri vinstri.

Eftir ad Arna Run og Atli foru til Sarajevo forum vid Asi ad skoda okkur um i Mostar. Baerinn er storkostlegur og gamli baerinn med theim fallegri sem vid hofum sed.

Gamla bruin i Mostar. Hun var algjorlega eydilogd arid 1993 i Bosniustridinu af Krootum en hefur nu verid endurbyggd. I bokabud tharna nalaegt saum vid myndband af thvi thegar sprengjunum var varpad a bruna og thegar hun fell i ana.
A daginn leika menn ser af thvi ad stokkva nidur af brunni, thennan 21 meter, en bara thegar their hafa safnad nogu miklu klinki fra ahorfendum.
Enn ma sja for eftir byssukulur i veggjum og eydileggingu stridsins a byggingum i Bosniu. Stodug aminning um thaer hormungar sem folk matti lifa vid fyrir einungis 17 arum.
Daginn eftir forum vid til Sarajevo. Ferdin hefur hingad til verid full af skemmtilegum tilviljunum en su allra skemmtilegasta gerdist thegar vid Asi stigum utur lestinni i Sarajevo, thvi nanast thad fyrsta sem vid saum voru Arna Run og Atli! Vid forum thvi ad sjalfsogdu med theim ut ad borda og fengum okkur tyrkneskt kaffi sidasta kvoldid okkar saman en thau foru med naeturlest til Zagreb i gaerkvoldi og thadan til Italiu. A medan vid bordudum kvoldmatinn skall sidan a thetta rosalega thrumuvedur og mesta rigning sem eg hef nokkru sinni sed! Himinninn notradi og blikkadi allt kvoldid en svo thegar vid voknudum i morgun var aftur glampandi sol og mikill hiti, en tho svalara en i Mostar.

Eftir Bosniu er ferdinni heitid til Serbiu. En thangad til naest tha bidjum vid bara rosa vel ad heilsa heim og gaman ad sja a kommentunum hversu margir eru ad lesa :)


Monday, August 13, 2012

Vin/Zagreb/Split

Thad hlaut ad koma ad tvi - vid vorum raend! Sem betur fer otadi enginn ad okkur byssu heldur laumupokadist einhver osvifinn lestarfarthegi ofan i veskid mitt a medan vid svafum a leid okkar fra Zagreb til Split i Kroatiu og tok alla sedlana okkar (engin onnur verdmaeti tho). Thetta hefdi verid litid mal ef vid Asi hefdum ekki tekid tha skynsamlegu akvordun daginn adur ad taka bara ut fyrir allri ferdinni i Kroatiu, gistingu i tvaer naetur, ferju til Hvar og mat. Fannst thetta voda snidugt thvi tharna sporudum vid okkur nokkrar leitarferdir af hradbanka! Saklausu Islendingar...Thetta hefur verid um 20 thusund kronur alls, en akvadum ad lata thetta atvik ekki skemma fyrir okkur ferdina, thetta eru thegar allt kemur til alls bara peningar :)
Sidasti dagurinn okkar i Pollandi. Throngt mega sattir sitja.
Fra thvi eg skrifadi sidast hofum vid sidan verid i Vin, Austurriki, en vid Asi akvadum ad sleppa Slovakiu tho svo ad Arna Run og Atli hafi akvedid ad fara dagsferd til Bratislava.

A medan sloppudum vid af i Vinarborg i rjomablidu.
 A afsloppudu rolti um Vinarborg tokum vid Asi eftir tvi ad risastort parisarhjol einkenndi marga minjagripina. Akvadum vid tvi ad leita uppi thetta hjol og thad var ekki thad eina sem vid fundum, heldur risastort tivoli. Barnid vaknadi heldur betur innra med okkur og skelltum vid okkur medal annars i russibana en eg hafdi til ad mynda aldrei farid i russibana adur.

Russibaninn ogurlegi. Hef aldrei verid jafn hraedd a aevinni!
Daginn eftir tokum vid Ornu Run og Atla med okkur i tivoliid thar sem thau skelltu ser einnig i russibanann, en vid tokum tessa mynd af theim ur parisarhjolinu sem er meira ad segja thad elsta i heimi.

Sama dag tokum vid lest til Zagreb, hofudborg Kroatiu. Landslagid var afar fallegt a leidinni, serstaklega i sudurhluta Austurrikis.

Madur nennir samt ekki ad glapa ut um gluggann allan timann!
Vid fengum alveg yndislegan dag i Zagreb. Vedrid var aedislegt og thar sem thad var sunnudagur tha voru fair a ferli og allar budir lokadar, meira ad segja matvorubudirnar. Vid vordum thvi deginum i rolt og settumst nokkrum sinnum nidur og spiludum kana og hofdum thad almennt gott. Enda i frii.

Vid fundum tho einn markad sem seldi adallega avexti en einnig nokkra minjagripi. Asi vard mjog spenntur thegar hann sa alla thessa duka enda kominn af miklu dukaheimili.
Eg komst hins vegar ad thvi ad geitungum thykja vatnsmelonur afar gomsaetar. En thar sem eg er nu ekki thekkt fyrir ad lata nokkrar flugur hraeda mig tha kippti eg mer ekkert upp vid thessa sjon. (Eg mun aldrei borda vatnsmelonu framar!)

Eftir einn dag i Zagreb tokum vid adurnefnda raeningja-naeturlest til Split thar sem vid erum einmitt nuna. Thetta er mikill strandbaer og mjog vinsaell ferdamannastadur. Hitinn er lika yfirgengilegur en hann for yfir thrjatiu gradurnar i dag. Vid vorum svo heppin ad finna frabaert hostel, erum i raun i okkar eigin thriggja herbergja ibud med eldhusi og ollu tilheyrandi! Verdum her i tvaer naetur adur en ferdinni er haldid til Bosniu sidar i vikunni.

A heitasta degi ferdarinnar akvadum vid ad leigja okkur hjol! Hot-yoga hvad? Hef orugglega aldrei svitnad jafn mikid ne drukkid jafn mikid vatn i jafn stuttri hjolaferd.

Thangad til naest tha bidjum vid afskaplega vel ad heilsa ollum heima :)

Wednesday, August 8, 2012

Prag/Krakow

Tekkar verda seint thekktir fyrir matargerd eins og vid komumst ad i vikunni. Akvadum ad vera voda thjodleg og kiktum a tekkneskan veitingastad sidasta kvoldid okkar i Prag. Utkoman var ansi skrautleg. I forrett pontudum vid okkur tekkneskan ost sem mælt var med i matsedlinum og leit hann svona ut...


Osturinn var borinn fram med smjorklipu og hraum lauk.



















Svipurinn a Ornu Run segir allt sem segja tharf. (Myndin er ekki uppstillt)



Tegar vid fengum reikninginn i hendurnar ad lokinni eftirminnilegri maltid thotti okkur verdid heldur hatt. Vid nanari eftirgrennslan saum vid ad vid vorum rukkud aukalega um tho nokkra aura. Vid bentum thjoninum a thessi mistok theirra en tha kom i ljos ad vid vorum latin borga sergjald fyrir thjonustu annars vegar og svo fyrir tonlist hins vegar! Tonlistin var vaegast sagt hrikaleg en thad stod yfir okkur harmonikkuleikari allan timann og vid kvortudum allan timann okkar a milli yfir latunum i honum. Hefdum vid vitad ad vid vorum rukkud fyrir havadann hefdum vid nu bedid um oskalag...



Fyrsta næturlestarferdin okkar er afstadin en hana tokum vid fra Prag til Krakow i gær. Thegar vid komum ad lestinni saum vid hins vegar ad vid attum ekki bokud svefnplass um bord heldur upprett sæti i sex manna klefa. Vid eyddum thvi nottinni andvaka i leit ad thægilegri stellingu til thess ad sofa i asamt tveimur Ny Sjalenskum ferdafelogum, en lestarferdin tok alls ellefu tima!

Strakarnir lata fara vel um sig i næturlestinni og troda i sig snakki.

Thad voru thvi threyttir ferdalangar sem heldu i ahrifarika ferd til Auschwitz i morgun. Utrymingarbudirnar voru otrulegri en vid hofdum imyndad okkur og okkur fannst likast thvi ad vid værum ad skoda leikmynd ur hrædilegri biomynd, svo oraunverulegt og grimmt var thetta. Myndirnar segja meira en thusund ord...

Vinnan veitir frelsi - stod fyrir ofan hlidid i Auschwitz.
Gasid i gasklefunum kom ekki ur sturtunum eins og margir halda heldur voru thessar dosir hafdar undir golfinu i klefunum og thegar folkid safnadist saman og dyrnum lokad myndadist nogu mikill hiti til thess ad leysa gasid ur lædingi.
Farangurstoskur fornarlamba i Auschwitz voru flestar merktar med nafni og fædingardegi theirra.
Inngangurinn ad Birkenau utrymingarbudunum (Auschwitz II) sem eru i 3 km fjardlægd fra Auschwitz.
Konur, born, veikir og aldradir voru latin ganga toluverda vegalengd i att ad gasklefunum. Hraustir karlar og ungir drengir foru i vinnubudirnar og hlutu flestir verri og hægari dauddaga en their sem foru i gasklefana.
Enn leggur folk blomsveiga a vid og dreif um svædid til thess ad votta fornarlombum helfararinnar virdingu sina.


A morgun er sidasti dagurinn okkar i Pollandi og er ferdinni heitid til Slovakiu med næturlest annad kvold (i thetta sinn voru pontud svefnplass!)
Bestu kvedjur heim xoxo

Monday, August 6, 2012

Berlin/Prag

Sael verid tid elsku vinir

Tha er madur loksins kominn i tolvu.. skil hins vegar ekki lyklabordid og a tvi pinu erfitt med ad skrifa tetta, hofum tetta bara stutt.

 Vid vorum fyrstu tvaer naeturnar i Berlin tar sem vid vorum algjorir turistar og skodudum alla helstu stadina, Berlinarmurinn, Brandenborgar hlidid, Reichstag og TV turm. Forum ad sjalfsogdu upp i hann og skodudum utsynid.




Fyrsta hostelherbergid var ekki stort. Small room, small prices voru einkunnarord hostelsins. Svafum samt agaetlega..





I Thyskalandi er naudsynlegt ad fa ser Bratwurst





Sma myndaflipp a myndaflipp a minningarreit gydinga i Berlin. Engin vanvirding er tad nokkud?


Nu erum vid komin i Prag tar sem vid verdum tvaer naetur og tadan tokum vid naeturlest til Krakow.



Tangad til naest...


Thursday, August 2, 2012

Síðasti íslenski sumardagurinn

Búin að pakka og klár í Evrópuferð. Let the fun begin!

Næsta færsla kemur frá Berlín.